Er þetta það sem þjóðin vill ?

Í frumvarpslögum dómsmálaráðherra er lagt til að bann við áfengisauglýsingum verði afnumið. Og ekki bara það, heldur einnig að innlend einkafyrirtæki fái að reka vefverslun með áfengi.

Ég tel að bæði þessi atriði brjóti í bága við vilja almennings í landinu.  Börn og unglingar eiga að vera laus við áfengisáróður rétt eins og áróður um tóbaksnotkun. Um þetta málefni hafa verið stofnuð samtök. Dómsmálaráðherra og allir aðrir sem vinna á Alþingi Íslendinga eru í vinnu hjá allri þjóðinni og er ætlað að taka ákvarðanir sem þjóna heildinni best. Alltaf. 


mbl.is Bann við áfengisauglýsingum verði einnig afnumið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband